
Við hjá Myntkaupum vildum gera okkur gildandi á Tiktok en vissum ekki alveg hvernig best væri að miðla gæðaefni á þeim vettvangi. Síðan hafði Ágúst Máni samband við okkur og fór yfir þjónustu sína og hugmyndir. Í sem stystu máli erum við hæstánægðir með árangurinn. Allt sem hann sagði stóðst og ferlið var mjög skýrt og á skömmum tíma var Myntkaup komið með alvöru “presence” á Tiktok. Mælum hiklaust með Snap Media.
Kjartan Ragnars
Regluvörður Myntkaupa
Við hjá Opus Futura fengum Ágúst til að blása lífi í Tiktok reikninginn okkar og framleiða efni. Árangurinn er frábær, hugmyndavinnan mjög fagleg og öll umgjörð efnisins sömuleiðis. Við munum klárlega vinna áfram með Ágústi, hann veit hvað hann syngur.
Helga Jóhanna Oddsdóttir
Eigandi Opus Futura
Án efa með sterkari auglýsinga aðferðum sem við höfum notað. Í óendanlegum sjó af stuttmyndböndum nær Snapmedia / Ágúst að koma okkar fyrirtæki á framfæri. Mæli hiklaust með.
Ísak Einar Ágústsson
Framkvæmdastjóri Bjarnarinns
Okkar þjónusta
Hugmyndavinna
Grunnurinn að góðum upptökum er góð hugmyndavinna. Hér ræðum við þín markmið, hvers konar myndbönd þú vilt framleiða og við miðlum af reynslu okkar af markaðssetningu.
Upptökur
Aðalatriði framleiðslunnar. Hér tökum við upp þær hugmyndir sem við ákváðum í hugmyndavinnunni. Við leikstýrum tökum og sjáum til þess að við höfum allt sem þarf fyrir grípandi myndbönd.
Klippivinna
Það sem aðskilur grípandi og síður grípandi myndbönd er eftirvinnslan. Hér er allt efnið yfirfarið og sett saman á áhrifaríkan hátt.
Umsjón á samfélagsmiðlum
Undir umsjón samfélagsmiðla fellur samsetning fyrirsagna á myndböndum, birtingar, svörun á kommentum og skilaboðum, ef við á.
Aukin viðskipti
100k+
Fylgjendur
15m+
Áhorf
8
Ánægðir viðskiptavinir
3
Ára reynsla
Myndbönd sem keyra traffík, byggja traust og auka sölu og sýnileika.




